A site about nothing...

fimmtudagur, apríl 08, 2004

Ágætis veður í dag, hvað gerir maður þá? Jú fer auðvitað í golf. Ég og Kiddi skelltum okkur í golf á mjög svo blautum Korpuvelli. Ég hélt áfram að spila mongó golf að mestu leyti en þó betra en seinast. Ég taldi ekki hvað ég var að fara hringinn á því það var ekki gott skor í gangi. Kiddi hinsvegar spilaði mjög vel.
Leigði mér tvær spólur í kvöld. Nýja spólan var once upon a time in mexico sem mig hefur lengi langað til að sjá og hin var Svartur Köttur, Hvítur Köttur sem ég hef aldrei séð. Ætlaði að leigja Truman Show hefði hún verið til á DVD, enda er sú mynd í miklu uppáhaldi hjá mér. Hugmyndin á bakvið myndina er endalaust svöl.
Í hádeginu fór ég í ódýra tónlistar og dvd markaðinn í Perlunni sem ætti að heita, ekki svo ódýri tónlistar og dvd markaðurinn. Þetta eru engin öfga góð verð sem er verið að bjóða upp á þarna. Var að pæla í því að fá mér DVD með Muse eða einhvern disk sem fjallar um Radiohead en lét það ótalið. Þessi markaður var betri í gamla daga fannst mér, allaveganna með verðin, þó svo úrvalið sé kanski meiraí dag.