A site about nothing...

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Ég var að pæla með þessar týpur af bloggi sem fólk er með. Sumir eru í upptalningum og þylja þá upp daginn sinn. Aðrir eru með djúpar og heimspekilegar pælingar um allt og ekkert og enn aðrir blogga um bæði jafnvel, fer eftir því hvernig skapi þeir eru í væntanlega.
Ég fór aðeins að pæla í þessu betur. Ef maður býr í útlöndum, er skiptinemi eða alfluttur út, er líklegra að maður þylur upp daginn sinn eða eitthvað þannig og sleppi að blogga um hinar ýmsu vangaveltur sem fólkið gæti haft? Þá í þeim tilgangi að fólkið heima, ættingjar og vinir, viti hvað er að gerast í lífi manneskjunnar og manneskjan þarf ekki að senda e-mail um hvað hún var að gera?
Þetta er bara svona létt pæling. Persónulega finnst mér svona upptalningarblogg, ef ekkert annað er skrifað oft í leiðinlegri kantinum.
Ef ég flyt út, t.d. þegar ég hef Masters-nám og byrja á upptalningarbloggi statt og stöðugt megið þið skamma mig.

Ég sé að ég gerði basic villu í seinustu færslu. Þar sem ég var að lýsa því hvar fólk gæti fundið lag vikunnar, þetta á vitaskuld að vera til vinstri á síðunni ekki hægri.