A site about nothing...

föstudagur, nóvember 01, 2002

Ég hef sett upp hérna nýjan feature. Málið er að ég er einlægur tónlistaraðdáandi og veit fátt skemmtilegra heldur en að uppgötva eitthvað nýtt efni. Svo finnst mér líka voðalega skemmtilegt að leyfa öðrum að heyra og vona að þeir uppgötvi eitthvað nýtt. Því hef ég sett á fót það sem ég vil kalla lag vikunnar. Þá vel ég eitthvað lag sem er kanski eitthvað sem ekki allir hafa heyrt. Mun ég reyna að koma með smá lýsingu á laginu og það verður hægt að sækja lagið í linkunum hérna til vinstri undir, lag vikunnar. Vonast ég til að margir eigi eftir að uppgötva eitthvað nýtt.

Fyrsta lag vikunnar er þrælmagnað. Instrumental lag, með taktföstum takti og svolítið chillað í sér. Því miður man ég ekki hvað það heitir eða hver er flytjandinn, því ég tók lagið af skrifuðum geisladiski, en síðari lög vikunnar mun ég koma til með að segja frá flytjandi og heiti lags.