A site about nothing...

föstudagur, nóvember 01, 2002

Það er eitthvað tæknilegt vandamál með lag vikunnar. Stefnan er tekin að laga það í kvöld eða á morgun.

Þetta er ekkert nema sick. Ég hefði ekki viljað vera svona þegar ég var 10 ára. Mjög líklega mun fara fyrir þessum dreng eins og hefur farið fyrir mörgum öðrum svona undrabörnum, þau hreinlega hverfa. Líf þeirra byggist upp á svo miklum væntingum að þegar krakkarnir verða eldri þá hreinlega standa þau ekki undir þeim. Til eru fjöldamörg dæmi um þetta

Hauxi Haux er að mínu mati á rangri hillu í lífinu. Eins og einhverjir vita þá er hann að læra læknisfræði sem er náttúrulega bara geðveiki, sérstaklega þar sem klásusinn er ennþá. Og afhverju vill fólk verða læknar hvort eð er á Íslandi, það má ekki lengur hafa eigin læknastofu og að vinna á spítulunum => minni peningur. En eins og flestir vita þá þéna læknar mjög vel. Haukur ég held að þú eigir að gerast rithöfundur. Þú ert að þróa með þér svona eigin stíl í íslenskunni þar sem þú notar x af miklum móð þegar þér þykir það henta. Og fólk sem hefur sinn eigin stíl hefur löngum orðið vinsælt, t.d. Halldór Kiljan.

Sósa Sóla hefur verið undanfarna daga verið með mikla herferð í tilefni af Vanillukóla. Þó svo ég hafi ekki ennþá prufað það þá held ég ekki að það verði gott, because if it ain´t broke, why fix it?. Ég var í verslun í dag og einhver hafði keypt sér vanillukóla svona til að prufa nýjungina. Manneskjan fær sér sopa, smakkar á þessu og segir síðan: Oj. Þannig held ég að drykkurinn sé. Kóka kóla er fullkomið eins og það er, það bætir allan mat, og er gott líka eitt og sér. Að breyta því eru helgispjöll.

Ég ætlaði að fara í dag að finna mér skó til að vera í leikfimi og fór því í leiðangur. Ég hafði með mér 6000 kall eða svo og ætlaði að finna eitthvað gott, en svo þegar ég var búinn að fara í svona helstu búðir þá sá ég að það var brjálað vanmat. Skór eru bara ógeðslega dýrir í dag, basic íþróttaskór sem eru ekki með loftpúða eða neitt kosta svona 5-6000 kall og almennilegir skór eru á 10000kr and beyond.

Reyndar er maður alltaf að fá minna fyrir peninginn. Tökum sem dæmi, bland í poka. Einu sinni var það þannig að ef maður fór með svona 100kr út í sjoppu þá fékk maður næstum heilan poka af gotteríi og undi vel við sitt. Í dag eru allar sjoppur komnar með stafrænar vogir og maður fær ekki neitt fyrir peninginn.
Annað dæmi eru bakarí. Maður er kanski að borga svona 150 kall fyrir pínkulítið skinkuhorn. Fyrir örfáum árum kostaði gríðarstórt skinkuhorn svona 80 krónur og var það heil máltíð, núna er þetta varla upp í nös á ketti. Þróunin í dag er bara orðin þannig að vörunar minnka og verðið hækkar.