Þessi dagur er ansi merkilegur. Manchester tapaði fyrir nágrönnum sínum í City, það var ekki gott. Liverpool tapaði, það var gott því þá minnkar munurinn sem var orðinn á þeim og næstu liðum. En Man Utd hefði þurft að vinna í dag. Maður nær því ekki hvað er að Man Utd þessa dagana, það vantar allan stöðugleika, og erfitt er fyrir liðið að spila án þess að hafa Roy Keane eða Nicky Butt, því þeir eiga oftast miðjuna séu þeir með. Svo bætti ekki úr sök að Beckham var í banni. Ég held að Man Utd megi bráðlega útiloka frá því að sigra deildina, þvi miður.
Íþróttafréttamenn á Íslandi eru mjög slakir. Þeir eru alltof æstir og segja oft tóma steypu. Algengt dæmi er kanski að maður í einhverju liði nær að komast með boltann yfir miðju, þá byrjar lýsandinn að hækka róminn og verða æstur. Svo ef að liðið kemst að markinu þá eru þeir gjörsamlega búnir að missa það, öskrandi eins og ég veit ekki hvað. Þeir ættu að horfa soldið meira á menn eins og John Motson og Andy Gray, það er fátt betra en að heyra leik lýstum af mönnum sem eru yfirvegaðir þegar við á og kappsfullir þegar við á. Eini íþróttafréttamaðurinn sem eitthvað vit er í er Arnar Björnsson finnst mér, allaveganna þegar maður er að horfa á enska boltann.
Eitt finnst mér soldið fáránlegt varðandi edduna, það geta allir sem eru í sjónvarpinu, þ.e. með einhvern þátt orðið sjónvarpsmaður ársins. Sveppi í 70 mín gæti orðið sjónvarpsmaður ársins. Og það eru bara ágætis líkur fyrir því, því almenningur hefur 30% atkvæðisrétt og þeir í 70 mín gætu hvatt fólk til að kjósa sig. Mér finnst að það hefði átt að takmarka aðeins valið þarna.
Íþróttafréttamenn á Íslandi eru mjög slakir. Þeir eru alltof æstir og segja oft tóma steypu. Algengt dæmi er kanski að maður í einhverju liði nær að komast með boltann yfir miðju, þá byrjar lýsandinn að hækka róminn og verða æstur. Svo ef að liðið kemst að markinu þá eru þeir gjörsamlega búnir að missa það, öskrandi eins og ég veit ekki hvað. Þeir ættu að horfa soldið meira á menn eins og John Motson og Andy Gray, það er fátt betra en að heyra leik lýstum af mönnum sem eru yfirvegaðir þegar við á og kappsfullir þegar við á. Eini íþróttafréttamaðurinn sem eitthvað vit er í er Arnar Björnsson finnst mér, allaveganna þegar maður er að horfa á enska boltann.
Eitt finnst mér soldið fáránlegt varðandi edduna, það geta allir sem eru í sjónvarpinu, þ.e. með einhvern þátt orðið sjónvarpsmaður ársins. Sveppi í 70 mín gæti orðið sjónvarpsmaður ársins. Og það eru bara ágætis líkur fyrir því, því almenningur hefur 30% atkvæðisrétt og þeir í 70 mín gætu hvatt fólk til að kjósa sig. Mér finnst að það hefði átt að takmarka aðeins valið þarna.