Uppáhaldslagið mitt um þessar mundir er með Bretunum í Hot Chip sem eru að gefa út sína þriðju plötu í byrjun febrúar. Lagið sem um ræðir heitir Ready For The Floor og er ekta dansmellur úr smiðju Hot Chip liða. Það sem er jafnvel betra en upprunalega útgáfan er Soulwax remixið af laginu sem er hreint út sagt æðislegt. Soulwax hafa lengi verið í miklu uppáhaldi hjá mér sem hljómsveit og remixarar þannig að maður fagnar alltaf nýju remixi með þeim eða nýju lagi ef út í það er farið.
föstudagur, febrúar 01, 2008
|
<< Home