A site about nothing...

miðvikudagur, janúar 30, 2008

Þar sem það lítur jafnvel út fyrir að ég verði heima á Íslandi eins og staðan er í dag þá hef ég tekið upp á því að reyna að finna hvar besta sushi-ið er og hvar maður fær mest fyrir peninginn. Hingað til hef ég heimsótt þrjá staði og á komandi vikum þá ætla ég að reyna að klára þetta svo ég hafi góðan samanburð.

Fiskimarkaðurinn
Fyrsti staðurinn sem ég fór á var Fiskimarkaðurinn og fór ég þangað í hádegismat með bróður mínum. Við pöntuðum okkur báðir einhvern fyrirfram ákveðinn rétt sem var með 6 Nigiri bitum sem höfðu reyktan túnfisk, lax og svo smokkfisk oná. Það voru 2 maki bitar með spicy tuna ef ég man rétt og svo voru 4 sashimi bitar. Þetta kostaði 1800 kall og ég verð að segja að mér fannst þetta ekkert spes. Við fengum reyndar mjög góða miso súpu á undan ásamt Edemame baunum en sushið sjálft var ég ekki svo hrifinn af, ég vil heldur velja hvað ég fæ mér.

Sushi barinn
Sushi barinn varð næstur fyrir valinu og fann ég hann með því að gúgla hvar hægt væri að fá sushi á Íslandi. Þetta er pínku lítill staður, þar sem áður var Gott í gogginn á Laugaveginum, sem er við hliðina á húsunum umdeildu, Laugavegi 4 og 6. Sushi barinn er staður sem er með ágætis matseðil og hentar mér í raun betur því þarna get ég valið hvað ég fæ mér. Það þykir mér betra þar sem ég er hrifnari af svona specialty roles heldur en nigiri sushinu. Þegar ég var þarna, rétt eftir hádegi á virkum degi, þá var enginn inni og því tók ekki langan tíma að fá pöntunina. Ég pantaði mér spicy tuna maki rúllu sem var inside out (sem mér þykir betra) og voru 6 bitar í rúllunni og kostaði hún 900 kall. Einnig fékk ég mér tvo laxa nigiri bita og í heildina þá kostaði þetta rétt tæpar 1300 krónur. Spicy tuna rúllan var virkilega góð fannst mér og nigiri bitarnir voru fínir líka. Almennt þá varð ég saddur af þessu og því myndi ég frekar mæla með þessum stað heldur en t.d. Sjávarréttakjallaranum en honum til varnar að þá er hann alhliða fiskistaður. Allaveganna, ég mæli með Sushi barnum.

Sushi Train í Iðu húsinu
Í hádeginu í dag ákvað ég svo að kíkja á Sushi Train. Ég hef áður borðað eitthvað þar en það er soldið langt síðan og því mundi ég lítið eftir honum. Það sem gerir Sushi Train öðruvísi en t.d. Sushi barinn er einnmitt að það er svona "lest" þar sem diskar með matnum ferðast á og svo velur maður sér hvað maður vill. Diskarnir eru litaðir og er verðlagið mismunandi eftir lit, frá 250 og upp í 500 krónur diskurinn. Það sem ég saknaði að sjá þarna var spicy tuna, enda mitt uppáhald, en í staðinn fékk ég einhvers konar spicy lax held ég og voru bitarnir tveir á hverjum diski mjög matarmiklir. Svo fór að ég fékk mér 3 diska með spicy laxinum og einn laxa nigiri bita og fyrir þetta borgaði ég um 1200 krónur. Bragðið sjálft var gott en eins og áður sagði þá saknaði ég þess að hafa ekki spicy tuna þarna. Það sem er kannski verst við þennan stað að maður getur ekki fengið að velja hvað maður fær, það veltur bara á því hvað kokkarnir búa til hverju sinni en mér heyrðist að einhver kúnninn hafði beðið um spicy tuna og virtust þeir vera að búa það til þegar ég fór.

Hingað til myndi ég segja að Sushi Barinn sé bestur af þeim stöðum sem ég hef farið á og á ég eflaust oftast eftir að fara þangað. Ég á eftir hins vegar að prufa staðinn sem er við höfnina, Sushi smiðjan?, og því verður gaman að sjá hvað kemur úr því. Einnig ef einhver lesandi veit um góðan sushi stað þá má sá hinn sami benda mér á hann.
*Edit* Fórum á fiskimarkaðinn en ekki sjávarkjallarann. Rétt skal vera rétt.