A site about nothing...

fimmtudagur, janúar 24, 2008

Það er nú sjaldan sem ég tjái mig eitthvað um pólítík enda fylgist ég ekki það mikið með henni. Hins vegar hefur það ekki farið framhjá neinum það sem er að gerast í borgarstjórninni í Reykjavík og er ég þar ekki undanskilinn. Svona eftir að hafa horft á þetta, fylgst með og spekulerað þá get ég ekki annað sagt en Ólafur F. er algjör jóker og Villi lítið betri. Ólafur virðist varla vita í hvorn fótinn hann á að stíga og í fréttum í kvöld þegar rætt var við hann þá fannst mér á líkamstjáningu hans hann vera boginn og beygður. Hann er náttúrulega búinn að vera veikur en maður hlýtur að velta því fyrir sér hvort hann geti stundað sitt starf og hvað muni gerast ef hann geti ekki mætt á fundi. Mun meirihlutinn falla aftur?

Hvað varðar Villa, þá finnst mér hann koma mér fyrir sjónar sem útsmoginn einstaklingur. Tækifærissinni sem svífst einskis til að bæta eigin hag, ekki ólíkt Binga.

En að öðru hressara. "Fríið" gengur vel bara, ég lifi í svo litlum Groundhog day fílingi þar sem dagurinn byrjar á því að ég vakna klukkan 10. Þá tekur við sturta, morgunmatur og lestur Fréttablaðsins og Moggans (frá öftustu síðu og áfram). Þegar þessu öllu er lokið er klukkan vanalega um hálftólf. Þá taka við íþróttafréttir á RÚV þar sem handboltinn hefur ráðið ríkjum og hlusta ég á samtöl við leikmenn og þjálfarann. Nú tekur við internet rúnturinn og endist hann svona til um 12 eða 12:20. Þá fer ég að pæla í því hvar ég eigi að leita mér að vinnu en einungis til 12:45 því þá byrja Nágrannar. Eftir Granna er mismunandi hvað ég geri, en svona eru morgnanir mínir og vonandi hafið þið haft gaman af því að vita það.