A site about nothing...

föstudagur, desember 14, 2007

Búinn! Búinn með mastersgráðu í verkfræði. Þetta er vissulega skrýtin tilfinning en jafnframt mjög góð. Þýðir þetta að ég sé búinn almennt í prófum það sem eftir lifir? Ég er ekki viss og í raun held ég ekki þar sem ég væri alveg til í að bæta annarri gráðu í safnið en spurning hvort það verði núna eða seinna. Það að vera búinn þýðir líka að ég er búinn með þann pakka að búa í Boston. Boston er frábær borg. Borg sem ég set á svipaðan stall og Köben. Ég er á hálfgerðum bömmer yfir því að vera að flytja í burtu frá Boston en hlutirnir gengu því miður ekki upp í þetta skiptið. Það sem ég mun skilja eftir eru frábærir vinir, frábæra borg og frábærar upplifanir en stundum er það þannig. Hvað ég mun gera eftir jól er hins vegar óráðið. Persónulega vona ég að það verði það að ég flytji til Danmerkur þar sem mig langar að klára þann pakka og ég dýrka Köben. Við sjáum til hvað gerist.
En já að vera búinn er skrýtið en samt gott og ég held ég hafi náð að enda þetta allt á góðum nótum með góðu lokaprófi. Við sjáum til hvað gerist þar.

Annars hlakka ég til að sjá sem flesta um jólin og knúsa. Það er gott að knúsa, eiginlega vanmetið. Ég legg til að allir knúsist.

Later bitches,
OV

p.s. það snjóar eins og ég veit ekki hvað hérna. Kannski lendi ég í seinkun á flugvellinum eins og í fyrra. Vonandi ekki samt.