A site about nothing...

föstudagur, ágúst 24, 2007


Það er komið upp ákveðið vandamál á heimilishaldinu Hjallabraut 37, baðherbergishurðin lokast ekki. Lásinn sem á að fara í þartilgerða rauf er orðin eitthvað slakur og fer því ekki jafnmikið út og hann á að gera sem veldur því að hurðin helst ekki lokuð. Eins og gefur að skilja veldur þetta ákveðnum vandræðum á heimilinu og verður maður að láta alla vel vita að maður sé inni á baðherberginu, svo maður lendi ekki í því að vera "on display" í sturtu eða það sem verra er - á salerninu.

Núna er vika þangað til ég flyt út fyrir haustönnina. Ekki mun ég flytja langt frá því sem ég bjó í Boston, einungis upp um tvær hæðir og í tveggja herbergja íbúð í stað þriggja. Það sem er kannski skondið í þessu öllu er að þetta er íbúð kanadísku vinkvenna minna þeirra Whitney og Victoriu þannig að það verður eflaust gaman fyrir þær að kíkja í heimsókn.
Það sem er á dagskrá hjá mér í haust í Boston er jú að klára masterinn en jafnframt að vera duglegri að skoða svæðin í kringum Boston. T.d. þykir mjög fallegt og skemmtilegt að fara til Cape Cod eða Maine þegar haustlitirnir eru allsráðandi og svo eru staðir í Boston sem ég hef voða lítið skoðað en vonandi geri meira af. Einnig þá vonast ég til að fara tvisvar til New York enda bara 4 tíma rútuferð þangað og kostar skitna 30 dollara. Það er auðvitað nóg af tónleikum og ég er þegar búinn að kaupa mér miða á fyrstu tónleika haustsins og fara þeir fram í New York og munu Arcade Fire og LCD Soundsystem spila. Annað í boði er t.d. The Cure, klaxons, damian rice, Las Vegas Hilton Presents MANILOW: An Evening of Music and Passion (skyldumæting), Genesis, Stevie Wonder, Simian Mobile Disco, Midlake, Blonde Redhead, Iron & Wine,The Go Team!, Kings of Leon og Black Rebel Motorcycle Club, Queens of the Stone Age, Smashing Pumpkins og fullt fleira. Ég fer auðvitað ekki á þetta allt, þarf að velja og hafna en Manilow er klárlega skyldumæting því hver vill ekki kvöld af tónlist og ástríðu?
Svo ef einhver á leið um Boston og vill gistingu þá er bara um að hafa samband og nú þegar er einn kominn á gestalistann - Árni Bragi frændi minn ætlar að tjilla í 2 vikur hjá mér í september.

Góða helgi öllsömul og vonandi sé ég einhverja um helgina, enda síðasta helgin mín á Íslandi í dágóðan tíma.