A site about nothing...

mánudagur, nóvember 28, 2005

Air - Remember

Lagið sem ég nefni hérna að ofan er nostalgía dauðans. Mig minnir að þegar árshátíð framtíðarinnar í fimmta bekk MR að þá hafi seinasta daginn verið playlisti í gangi og ég heyrði þetta lag, sem er snilld, allaveganna 6 sinnum yfir daginn.

Hlutir sem ég ætla að gera í Danmörku áður en ég fer heim

Mikið af því sem ég mun telja upp mun eflaust tengjast mat, enda fíla ég góðan mat. En hlutirnir eru og í engri sérstakri röð:

Fara á Sticks and sushi og fá mér bæði sticks, sérstaklega kjúklingaspjótið í chillisósunni, og sushi, allaveganna með túnfiski á.

Fara á skauta á Kongens Nytorv. Helst að taka heilan dag eftir prófadraslið og upplifa jólastemmninguna á Strikinu. Labba það, fara á skauta, fara á kaffihús og fá mér heitt kakó og vöfflu og jafnvel kaupa jólagjafir.

Fara og fá mér Kochinis pizzu, hvort sem það verður að degi til eða kvöldi til. Ef það verður að kvöldi til gæti ég sameinað það ferð á Pilegården eða Turnbinehallerne.

Fá mér kebab, helst kjúklinga. Reyndir Danmerkurfarar og unnendur kebabs mega koma með uppástungur í kommentakerfinu.

Fylgist með þegar:

Hlutir sem ég ætla að gera fljótlega eftir að ég kem heim til Íslands

verður birt hérna á síðunni.