A site about nothing...

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Ég gleymdi líka að segja frá hávísindalegri tilraun minni meðan ég er hérna úti. Ekki fyrir svo löngu ákvað ég, að undirlagi Árna Braga, að tjekka hvort ég yfirhöfuð fíli bjór eður ei. Nú þessi tilraun er þannig að þegar ég fer að versla mér í matin kippi ég tveimur bjórum með, mismunandi sort auðvitað, og ekki eitthvað sem ég hef prófað áður. Svo fer þetta í kælinn og svo drekk ég þetta einhvern tímann yfir vikuna, þó vanalega á kvöldin. Ég verð að segja að niðurstöður mínar hingað til eru að mér finnist bjór ennþá vondur en hann er misvondur. Þeir bestu hingað til eru líklega Stella Artois í flösku og Carlsberg Red(minnir að hann heiti það).
En þar sem flest allir sem ég þekki drekka bjór þá vil ég fá að vita, hvað á ég að prófa? Hvað telst sem góður bjór?
Ástæðan afhverju ég geri þetta hérna úti er sú að jú maður getur keypt bjórinn í matvöruverslun, það er mikið úrval og þetta er ekki dýrt, allaveganna ekki miðað við gos og svona. Hefði aldrei gert þetta heima.
En já endilega komið með uppástungur.