A site about nothing...

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Ég veit ég hef verið mega lélegur í því að taka myndir hérna úti og skella þeim inn en hérna eru smá sárabætur. Nýjasta albúmið var tekið á föstudaginn þegar við vorum hjá Ástu Siggu og er semsagt mestmegnis tekið af mér en Ásta á nokkrar myndir þarna líka. Kíkið á það.
Annað í fréttum er það að hægri öxlin/herðablaðið/eitthvað þarna er í verkfalli og lætur mig vita með þvílíkum verkjum að það hálfa væri nóg. Ég er að verða nett geðveikur á þessu og er kominn með kenningu afhverju þetta er svona. Þannig er mál með vexti að í mörg ár hef ég haft vöðvabólgu. Svo núna er tölvuuppsettningin mín hérna úti þannig að til að munda músina þarf ég að hreyfa hægri höndina þannig að ég er eflaust ekki jafn afslappaður í hægri og ég ætti að vera, miðað við vinstri. Til að testa þessa kenningu mína hef ég komið músinni fyrir á vinstri hendi og þegar ég verð orðinn góður aftur, því ég tel að þessi kenning sé algjörlega rétt ætla ég að vera duglegri í því að rótera að hafa músina hægra og vinstra megin. Þannig að meðan músin er vinstra megin þá vinn ég ekki jafnhratt á tölvur og vanalega, enda er þetta allt annar handleggur ;).