A site about nothing...

þriðjudagur, nóvember 05, 2002

Núna er ég búinn að plögga lag vikunnar þökk sé góðum mönnum eins og Martin og Jens sem bentu mér á hvar ég gæti geymt það. Þannig að nú á að vera lítið vandamál að ná í það.Svo er það líka ókeypis að ná í það fyrir þá sem eru með frítt niðurhal á íslandi.

Ég var að lesa séð og heyrt í dag og þar var viðtal við eitthvað lið sem tóku þátt í slagsmálunum í Breiðholti við Filipseyingana. Þeir voru að greina frá því hvernig þetta var út frá þeirra sjónarhorni og fékk maður svona ágætis yfirsýn á þetta, þó líklegt sé að þetta sé ekki alveg sannleikurinn. Eins og flestir vita eflaust þá áttu að vera einhver massíf slagsmál, milli íslendinga og filipseyinga en þau voru víst stöðvuð. Blaðamaður ræðir um þetta við einn af þessum gaurum og af því sem maður les þá virkar það þannig að gaurinn er mjög sáttur við þessi slagsmál því hann sagði:" Þá hefur maður eitthvað að gera fram að jólum". Hversu lítið hefur einn maður að gera ef hann hlakkar til þess að geta eytt einhverjum dögum fram að jólum í slagsmálum?

Svo labbaði ég framhjá Alþingi í dag og þar voru eitthvað um 20 manns eða svo sem voru að mótmæla Kárahnjúkavirkjuninni. Sungu þau lög og kölluðu í takt slagorð eins og :"Þjóðgarður, ekki Kárahnjúkavirkun" stutt og laggott bara. En ég var að pæla hversu margir af þeim sem mættu t.d. á einhverja samkomu nýlega þar sem fullt af fólki var til að mótmæla, hefur nokkurn tíma farið á þennan stað? Ég held að það sé bara fullt af fólki með samviskubit yfir því að gera ekki neitt og líka bara fólk sem auðveldlega hrífst með sem er í þessu og gerir þetta af hálfum hug.

Í tilefni af því að það virðist vera að allt sé að plöggast með geymslustað fyrir lag vikunnar þá ætla ég að setja inn nýtt lag. Lag vikunnar þetta skiptið er lagið Hombré með Kinobe. En Kinobe eru víst 2 englendingar og spila þeir svona instrumental tónlist og nota mikið af svona talsömplum í staðinn fyrir söng. Þessi hljómsveit er ein af mínum svona nýrri uppáhaldshljómsveitum og er þetta með þeirra betri lögum.