A site about nothing...

mánudagur, nóvember 04, 2002

Mér finnst að það ætti að taka þann sem fann upp pop-ups glugga fyrir Internetið og gera eitthvað voðalega slæmt við hann. Það er fátt leiðinlegra en í sífellu að vera að slökkva á einhverjum pop-ups gluggum, það fer óendanlega í taugarnar á mér. Sérstaklega er þetta slæmt ef maður fer á svona Warez síður, en þá koma milljón pop-up gluggar og allir að auglýsa klám. Og talandi um Warez síður þá hef ég stundum notað þær því maður kanski tímir ekki að spandera fúlgum fjár í eitthvað forrit. In the old days var þetta ekkert svo erfitt. En í dag þarf maður að fara á fimm mismunandi heimasvæði, kjósa eitthvað og þá kanski virkar þetta. En þá eru nottla komnir 300 pop-ups gluggar og tölvan líklegan frosin.

Hversu pirrandi er það að vera lengi að sofna? Það getur farið mjög í mig, því ólíkt bróður mínum og föður sem rotast um leið og hausinn snertir koddann, þá er ég oftast svona 10 mínútur að sofna. Ég er að reyna að finna ráð sem flýtir fyrir þessu. Ég hef uppgötvað það að maður verður helst að hreinsa hugann, og þá er t.d. snjallt að hugsa um eitthvað svart. Það gengur ekki alltaf rosalega vel, en einn morguninn þegar ég og Valla frænka mín vorum á leiðinni í skólann sagði hún mér frá mjög góðri aðferð. En það er að hugsa um svarta peysu. Það virðist virka betur heldur en að hugsa bara um svart tóm. En ég þarf samt einhverja fool-proof aðferð, því svarta peysan virkar ekki alltaf.

Svo er mikil tilhlökkun fyrir kvöldið en þá er einmitt framhald af síðasta þætti Alias. En eins og ég sagði síðast þá endaði sá þáttur á mjög spennandi hátt. Ég býst við að maður splæsi jafnvel í snakk og með því fyrir þennan viðburð, en þangað til verð ég að lesa eðlisfræðibókina, sem er mjög erfitt því ég sofna alltaf.