Djöfulsins spenna. Var að horfa á leikinn áðan í enska boltanum þegar mitt lið Manchester United mætti Southampton. Leikurinn var ágætur bara og ekki sakaði að Manchester skoraði snemma, en þá náðu auðvitað Southampton að jafna stuttu síðar. Svo fór Manchester í stórsókn en náðu ekki að skora. Oft á tíðum sat maður gríðarlega spenntur, vonandi eftir því að loksins myndu Manchester setja eitt. En í langan tíma gekk það ekki. Það virðist eins og öll svona minni lið eigi stjörnuleik á móti Manchester. Afhverju gerist það ekki þegar þau spila á móti Liverpool eða Arsenal? Allaveganna svo loksins kom mark, og þvílíkt gull af marki. Ég hreinlega missti mig af ánægju, öskraði hátt og karlmannlega og fagnaði ákaft( ég á það til að vera soldið ákafur þegar ég horfi á fótboltaleiki í sjónvarpinu. Sést það best á því að ég öskra stundum á dómarann eða segji leikmönnunum hvað þeir eigi að gera.) Og þetta var tvöföld ánægja því Diego Forlan(fyrir þá sem vita það ekki þá er Diego Forlan úrúgvæi sem Manchester keypti í fyrra en hefur átt erfitt að setjan í markið) skoraði. Snilld.
Svo er bara tilhlökkun eftir matnum því það er einn af mínum uppáhaldsmat sem á að snæða. En maturinn heitir Bufftartar. Fyrir þá sem vita það ekki þá er bufftartar, hrátt nautakjöt sem er búið að gera eins konar hakk úr( samt er ekki notað nautahakk) og þetta setur maður á brauð. Ofan í kjötið býr maður til dæld fyrir eggjarauðu, svo bætir maður við hráum lauk, kapers og salti og pipar. Bon appetit. Þessi matur er herramannsmatur og mæli ég með því að allir prufi hann.
Svo er bara tilhlökkun eftir matnum því það er einn af mínum uppáhaldsmat sem á að snæða. En maturinn heitir Bufftartar. Fyrir þá sem vita það ekki þá er bufftartar, hrátt nautakjöt sem er búið að gera eins konar hakk úr( samt er ekki notað nautahakk) og þetta setur maður á brauð. Ofan í kjötið býr maður til dæld fyrir eggjarauðu, svo bætir maður við hráum lauk, kapers og salti og pipar. Bon appetit. Þessi matur er herramannsmatur og mæli ég með því að allir prufi hann.