A site about nothing...

fimmtudagur, nóvember 07, 2002

Skemmst er frá því að segja að tilraunin misheppnaðist.

Vísindamenn í BNA í dag hafa greinilega ekkert að gera. Að þessu komst ég þegar ég heyrði í útvarpinu að rannsókn vísindamanna í BNA hefði leitt í ljós að 10% hrúta þar í landi væru samkynhneigðir og leiddi rannsóknin meira að segja í ljós að þessir hrútar byggju flestir í nágrenni San Francisco og að þeirra uppáhaldslitur væri bleikur. Nei nú er ég aðeins að ýkja. En Hversu fáránlegt er að rannsaka eitthvað svona og hvernig er þetta rannsakað. Sitja þeir úti í haga og bíða eftir því að sjá tvo hrúta hossast?

Smakkaði Vanillukók í dag. Fannst það ekki gott, það er eitthvað skrýtið við bragðið af þessu, og ef þið lyktið af drykknum þá er mjög sterk vanillulykt sem leikur upp úr flöskunni. Voru vísindamenn Coca Cola á sýru þegar þeir ákváðu að búa til þennan drykk? Ég er farinn að hallast að því

Íslenskir tónlistarmenn eru að gera góða hluti þessa dagana, Þórunn Antonía búinn að skrifa undir hjá BMG, Barði Bang Gang kominn á samning hjá EMI í Frakklandi og Emilíana Torrini að syngja aðallagið í myndinni sem verður ein sú aðsóknarmesta ef að líkum lætur. Emiliana er mjög góð söngkona og lagahöfundur. Ég á diskinn hennar, love in the time of science og hann er mjög góður. Ekki spillti fyrir að ég keypti hann á einhverjar 600 krónur eða svo í BT á sínum tíma, bara kjarakaup. Svo fyrir utan það að vera góð söngkona, þá er hún fáránlega falleg, en það er annað mál.