A site about nothing...

mánudagur, janúar 07, 2008

Nú er árið liðið og var það einkar gott í tónlist. Hvort sem um ræðir íslenska eða erlenda þá var mjög mikið af góðum plötum sem komu út. Í tilefni af því bjó Rjóminn til árslista og ég sendi inn minn lista sem var svo notaður í heildarlistann. Ég gerði bara erlendan lista þar sem ég því miður náði ekki að hlusta á 10 íslenskar plötur á árinu en þær sem ég hlustaði á voru virkilega góðar. Þó svo maður reyni að vera aktífur í að ná sér í nýja tónlist og svona þá er alveg tonn sem fer framhjá manni og markmið mitt á hverju ári er að hlusta á meiri músik en ég gerði á árinu á undan.

Þrátt fyrir gríðarlegar væntingar af minni hálfu fyrir Arcade Fire plötunni, sérstaklega í ljósi þess að Funeral er klassísk plata, þá kom mér á óvart hversu fáránlega góð Neon Bible er. LCD Soundsystem er líklega sú plata sem kom mér hvað mest á óvart. Ég hafði heyrt frumburðinn og ég þoldi ekki röddina í söngvaranum en eitthvað hefur gerst milli þessara platna því allt í einu fíla ég röddina og platan er frábær. Justice komu líka mjög á óvart með mjög heilsteyptri plötu þar sem er að finna hvert góða lagið á fætur öðru. Það sem gerði þetta ár enn betra er að ég sá allar þessar hljómsveitir live og sumar tvisvar. Radiohead platan kom náttúrulega síðan eins og skrattinn úr sauðalæknum og þó svo ég hafi heyrt fæst af þessum lögum fyrr en á In Rainbows þá féll ég fyrir henni. En listinn er eftirfarandi:
1. Arcade Fire - Neon Bible
2. LCD Soundsystem - Sound of Silver
3. Radiohead - In Rainbows
4. Feist - The Reminder
5. Justice - Cross
6. Kanye West - Graduation
7. Okkervil River - Stage Names
8. Air - Pocket Symphony
9. Bloc Party - A Weekend in the City
10. Soulwax - Most of the remixes

Vídjóið sýnir svo Arcade Fire taka Neon Bible lagið af samnefndri plötu í æðislegri útgáfu.


Ef ég ætti að búa til topp 5 íslenskan lista þá yrði hann einhvern veginn svona en ekki jafn mikið útpældur og hinn erlendi.

1. Seabear - The Ghost That Carried Us Away
2. Hjaltalín - A Sleepdrunk Session
3. Björk - Volta

Þetta sannar bara hversu lítið ég hlustaði á heilar plötur sem gerðar voru á Íslandi. Enda kannski ekki furða þar sem ég var erlendis 8 mánuði. Ég heyrði hins vegar mikið af lögum og þau gefa góð fyrirheit og vonandi get ég lagst betur yfir íslensku plöturnar bráðlega.