De´lacy - Hideaway
Soldið langt síðan ég skrifaði síðast enda búinn að vera netlaus. En þetta er aftur komið í gang þannig að þá er um að gera að skrifa eitthvað.
Í gær bauð Ásta mér og fleirum í julefrokost á eldhúsinu sínu. Þarna voru samankomin 40 krakkar og matur og með því. Það var líka julefrokost á mínu eldhúsi en þar sem ég er félagsskítur þá beilaði ég á því og fór frekar að hitta vini mína þannig að kanski er ég ekki félagsskítur. Allaveganna þröngt mega sáttir sitja og átti það svo sannarlega við í gær en það var bara skemmtilegt. Boðið var upp á fleskesteg (purusteik), fiskefileter, frikadeller, síld, liverpostej(heit lifrarkæfa) með beikoni og sveppum og einhver skinka og ég er að gleyma öllu meðlætinu sem var með þessu. Svo var boðið upp á ákavíti sem er óbjóður slæmt þegar það er kalt og skánar ekki þegar það hitnar. Svo var bara partý eftir matinn þar sem ég og Gunni tókum tímabundið yfir dj-stjórn og þá fór fólk auðvitað að dansa enda kann maður þetta. Annars hengum við samt svona um þriðjung af tímanum í herberginu hennar Ástu og horfðum á VH1 sem var að spila partý tónlist og spjölluðum við þá sem kíkti inn í herbergið hennar og svona og þaðan er einmitt lagið sem ég er með hérna bold-að að ofan, sá það í gær. Gömul klassík. Mjög skemmtilegt kvöld semsagt sem endaði með stuttu stoppi í bænum þar sem McDonalds var borðaður og einnig fékk ég Nóa Kropp.
Í dag ákvað ég bara að sofa út og vaknaði því um hálffjögur og klukkan fimm borðaði ég morgunmat en núna þarf ég að læra svo Petri vinur minn drepi mig ekki á morgun.
Soldið langt síðan ég skrifaði síðast enda búinn að vera netlaus. En þetta er aftur komið í gang þannig að þá er um að gera að skrifa eitthvað.
Í gær bauð Ásta mér og fleirum í julefrokost á eldhúsinu sínu. Þarna voru samankomin 40 krakkar og matur og með því. Það var líka julefrokost á mínu eldhúsi en þar sem ég er félagsskítur þá beilaði ég á því og fór frekar að hitta vini mína þannig að kanski er ég ekki félagsskítur. Allaveganna þröngt mega sáttir sitja og átti það svo sannarlega við í gær en það var bara skemmtilegt. Boðið var upp á fleskesteg (purusteik), fiskefileter, frikadeller, síld, liverpostej(heit lifrarkæfa) með beikoni og sveppum og einhver skinka og ég er að gleyma öllu meðlætinu sem var með þessu. Svo var boðið upp á ákavíti sem er óbjóður slæmt þegar það er kalt og skánar ekki þegar það hitnar. Svo var bara partý eftir matinn þar sem ég og Gunni tókum tímabundið yfir dj-stjórn og þá fór fólk auðvitað að dansa enda kann maður þetta. Annars hengum við samt svona um þriðjung af tímanum í herberginu hennar Ástu og horfðum á VH1 sem var að spila partý tónlist og spjölluðum við þá sem kíkti inn í herbergið hennar og svona og þaðan er einmitt lagið sem ég er með hérna bold-að að ofan, sá það í gær. Gömul klassík. Mjög skemmtilegt kvöld semsagt sem endaði með stuttu stoppi í bænum þar sem McDonalds var borðaður og einnig fékk ég Nóa Kropp.
Í dag ákvað ég bara að sofa út og vaknaði því um hálffjögur og klukkan fimm borðaði ég morgunmat en núna þarf ég að læra svo Petri vinur minn drepi mig ekki á morgun.