A site about nothing...

mánudagur, apríl 05, 2004

Í tilefni af sólskini og sæmilegu veðri og almennrar lærileti var ákveðið að skella sér í golf í dag. Það var ansi napurt en við tókum samt 9 holur. Ég var að spila þvílíkt meistaragolf....eða þannig. Hef sjaldan eða aldrei spilað jafnilla en ég kenni aðstæðum um. Þannig að ég nýtti bara tækifærið og æfði drive-in og chippin. Svo erum við að pæla í því að ganga í Golfklúbb Selfoss því þeir eru víst með tvívirkan samning við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar þar sem félagsmenn annars klúbbsins mega spila á velli hins klúbbsins. Þetta yrði náttúrulega ekkert nema snilldin ein því þá getum við spilað mest í bænum og svo til hátíðarbrigða skellt okkur á Selfoss. Svo eru gjöldin ódýrari á Selfossi.
Var að horfa á Smallville áðan og þar sagði ein persónan: "Oh my gosh" sem var svo skemmtilega þýtt sem Allamalla. Svo skipti ég aðeins yfir á Skjá einn þar sem OC var að klárast og þar var ástarmakasena milli aðalgaursins og einhverjar gellu og hvað haldiði, Leaves bara undir. Litla íslenska hjartað tók aukakipp, enda er maður alltaf stoltur þegar litla ísland eða einhver frá því kemst í fréttirnar/sjónvarpið úti.
Survivor er að byrja á víst að vera einhver bomba í þættinum.