A site about nothing...

sunnudagur, apríl 04, 2004

Massa-aðalfundur í gær. Fundurinn sem slíkur var ekkert spes enda ekki búist við því. Mastersnemar gerðu eins og þeir gátu til að gera fundinn leiðinlegan og tókst þeim ansi vel upp. Spurning um að setja inn nýja grein í lögin, banna mastersnemum að tala á þessum fundi eða jafnvel bara banna þeim að mæta, mætti íhuga það fyrst maður þekkir nú alla stjórnina og svona. Eftir að fundarstörfum lauk þá tók við gleðin og gleðin var mikil. Hvort sem það var inni í sal að dansa eða frammi og spjalla þá var mikil gleði í fólki. Nóg var veitt af hinum ýmsu fljótandi veigum og spurning hvort bjórinn í það minnsta hafi klárast því allt sterka kláraðist. Það var helvíti fínn DJ á svæðinu sem var mjög oft á MR böllum og hristi hann fram úr erminni hin mögnuðustu lög sem maður tjúttaði við. Á tímabili er ég bara ekki frá því að ég hafi átt dansgólfið þarna.
Klukkan 2 var lagt af stað í bæinn og þegar í bæinn var komið rákumst við á mið gaurinn í gettu betur liði Borgó, hann var svolítið niðurlútur greyið. Við fórum svo á Celtic Cross þar sem Sigurjón eignaðist nýjan vin sem heitir Lárus og vann í dyrunum. Sigurjón og hann stjórnuðu síðan dyrunum af mikilli röggsemi og þeir töluðu um að hittast í kvöld og fá sér pizzu og jafnvel leigja spólu.
Af einskærri góðmensku minni bar ég Sigurjón heim og fór svo sjálfur heim með leigara.