A site about nothing...

fimmtudagur, maí 31, 2007

Það var annað hvort í gær eða í dag þar sem ég ákvað að gera næsta mánuð, sem hefst á morgun föstudag, að svona heilsumánuði. Pælingin er að hugsa aðeins hvað ég er að borða og reyna að lifa heilsusamlegra lífi jafnframt því sem ég reyni að æfa á fullu. Svo til að þetta gangi þá er ég að láta ykkur vita af þessu svo ég geti ekki beygt reglurnar þegar ég vil, maður þarf jú stundum aðhald. Til að starta þessu átaki þá fékk ég mér nammi í kvöld, svo mikið að mér varð bumbult en það er aukaatriði.
Allaveganna þá snýst þetta aðallega um að borða ekki skyndibitamat svo sem, Nonna, Hlölla, Mickey D's, Burger King og Pizza King og þannig staði, Subway sleppur því þar er hægt að fá hollar samlokur þannig að hann sleppur. Einnig snýst þetta um að narta ekki á milli mála og ef það er nart að þá sé það eitthvað hollt eins og gulrætur eða vínber eða epli eða eitthvað þannig.
Annað markmið er að minnka niður gosdrykkju. Hún hefur nefnilega aukist eftir að ég kom heim, vantar koffín þegar ég er þreyttur í vinnunni og ég drekk ekki kaffi, þannig að markmiðið er að minnka jafnt og þétt niður gosdrykkjuna. Spurning hvort ég hafi það 5 hálfslíters flöskur fyrstu vikuna, 4 næstu eftir því, 3 svo og að lokum 2. Reyndar tel ég að þetta gæti orðið einna erfiðast því kóka kóla light er mín uppspretta af koffíni en það verður þá bara challenge.
Ætlunin er að hafa nammidaga, laugardaga, þar sem ég má borða eitthvað nammi en að draga mjög úr magni þess sem ég fæ mér.

Jæja svo er bara ykkar að skamma mig ef ég er að svindla eða hugsa um að svindla, ég treysti á ykkur gott fólk hehe.

fimmtudagur, maí 24, 2007

Núna ekki fyrir svo löngu var ég að skila líklega mínum síðasta plötudómi í einhvern tíma á Rjómanum. Eftir að hafa verið með alveg frá byrjun þegar Ari spurði mig á djamminu hvort við ættum að gera svona dæmi þá er komið fínt í bili með að skrifa dóma en ég mun kannski meira fara út í umfjallanir og svo dóm hér og dóm þar. Það getur nefnilega verið soldil pressa að þurfa að finna tónlist, hlusta á hana og skrifa um hana og hafa kannski til þess 2 vikur. Þess í stað megið þið vænta að ég fari að blogga um tónlist ykkur eflaust til yndisauka.
Það er viðeigandi að síðasti dómurinn er um íslenska hljómsveit, Seabear, sem ég hef áður talað um og er mjög hrifinn af. Ég hvet ykkur því til að lesa dóminn sem kemur líklega inn á föstudaginn tel ég og svo tjekka á bandinu. Ef þið fílið bandið þá eru tónleikar 5. júní í Iðnó þar sem Benni Hemm Hemm kemur líka fram.

þriðjudagur, maí 22, 2007

Ísskápurinn á heimilinu er farinn að syngja sitt síðasta tel ég. Þennan ísskáp höfum við átt síðan við fluttum hingað, ein 10 ár, og hann hefur gegnt sínu verki vel. Það sem amar að honum núna er að hann er súper kaldur. Þannig eiga hlutir inn í honum það til að frjósa, t.d. baby carrots sem ég ætlaði að borða áðan (voru samt ekki slæmar), og það náttúrulega gengur ekki til lengdar. Reyndar er eitt gott við þetta, drykkir verða alveg mega kaldir og ferskir einhvern veginn og þannig eru t.d. djúsglasioð sem ég fæ mér alltaf þegar ég rista brauð fáránlega gott núna og kuldinn á mjólkinni á morgunkorninu svo sannarlega vekur mann upp. En ég held að við munum losa okkur bráðlega við hann blessaðan.

sunnudagur, maí 20, 2007

Í dag var ég menningarlegur. Ég fór á tvær listasýningar og þær áttu það sameiginlegt að Þórunn, kærasta Kidda fyrir þá sem það ekki vita, sem var með verk í þeim báðum. Þessar sýningar eru nýja sýningin á Kjarvalsstöðum þar sem íslensk nútímahönnun er í fyrirrúmi og var mjög áhugaverð. Ég hafði bara ekki gert mér grein fyrir hvað margt flott er í gangi á Íslandi í dag og ekki sakaði að við komum á þeim tíma þar sem einn þátttakendanna leiddi okkur um sýninguna og sagði okkur frá hugmyndinni á bakvið verkin þar á meðal hennar Þórunnar. Þessi leiðsögn gerði sýninguna ennþá skemmtilegri og ef þið kíkið þá myndi ég mæla með að þið reynduð að fá svona leiðsögn en þetta er klárlega sýning sem gaman er að skoða. Hin sýningin var í Kartöflugeymslunum hjá Nesti upp á Höfða. Þar voru að ég held lokaverkefni hjá nemendum Listaháskólans og þar var margt skemmtilegt að sjá, mis áhugavert samt en gaman að sjá verk hönnuða og listamenn framtíðarinnar.

Fyrst ég er byrjaður að tala um íslenska list þá verð ég að minnast á íslensku hljómsveitina Seabear sem nýlega gaf út sína fyrstu plötu, the ghost that carried us away. Þetta er þvílíkur gæðagripur, með frekar þægilegri tónlist sem gott er að hlusta á og mér finnst henta hvort sem það er sól úti eða rigning, hún fangar einhvern veginn allt litrófið. Endilega tjekkið á henni og kannski er sniðugt að þið byrjið bara á mæspeisinu þeirra.

sunnudagur, maí 13, 2007

Fyrst vil ég óska afmælisbarni vikunnar Ho Man til hamingju með afmælið. Ég og Ho Man go way back eða alveg síðan ég sá á innra neti bankans að hann ætti afmæli, sem var í þessari viku. Svo fannst mér soldið írónískt að hann býr í Bretlandi þar sem nafn hans vekur eflaust kátínu.

Ég er farinn að sjá fram á að eitthvað rugl til 6 á morgnana um helgar sé liðin tíð. Það virðist vera sem svo að síðan ég var hér á landinu síðast að nú sé bannað að taka farþega upp í á öðrum stöðum en í leigubílaröðinni. Þetta var allaveganna eitthvað sem ég upplifði í morgun, þó svo ég reyndi mína staði sem vanalega eru vænlegir til árangurs, þá gekk bara ekkert í gær. Úr varð að ég fór í helv... röðina og beið í allaveganna klukkutíma að krókna úr kulda. Ég held að heimferðartímar í framtíðinni verði upp úr 4 eða svo, en kannski ég ætti að gefa þessu annað tækifæri, við sjáum til.

laugardagur, maí 12, 2007

GERMANY 1994 - MeKaDo (Alanis Sharon)

Þetta er eitt þeirra laga sem stendur upp úr í minningunni í Eurovision. Mér fannst það geðveikt í gamla daga og það eldist ágætlega.
Gaman að sjá, tískuna þarna, stelpurnar að rappa og mullet píanó gaurinn sem kemur inn á crucial mómentum.

þriðjudagur, maí 08, 2007

Ég er kominn heim, lenti á laugardagsmorgun. Eins og ég hafði búist við þá tók á móti mér; kuldi, rok og rigning og það var ekki laust við að maður hugsaði til 20-25 stiga hitans og sólarinnar sem maður hafði verið í dagana á undan.
Í gær mætti ég svo minn fyrsta dag í vinnu, alvöru kempa hér á ferðinni, og var búið að dreifa rósarblöðum upp stigann á sjöttu hæð þar sem allir stóðu þegar ég kom upp og klöppuðu og föðmuðu mig að sér, eða ekki.
Ég hef þetta leiðinlega blogg ekki lengra, endilega hringið ef þið viljið heyra í mér eða bjóða mér í eitthvað skemmtilegt, ég er með gamla númerið mitt.

föstudagur, maí 04, 2007

Núna í þessum skrifuðu orðum er ég að kljást við móðir allra bestunarvandamála, að pakka öllu draslinu sem þú átt í tvær töskur og ekki fara yfir 23 kg í hvorri tösku. Hvernig í fja... ætlast icelandair til að nemar geti komið öllu sínu hafurtaski í tvær vesælis 23 kg töskur og jafnvel eina ef maður flýgur til Evrópu? Ég er ekki einu sinni með bækur með mér heim núna og ég á nógu erfitt með að ná þessu.

Annars er ótrúlegt til þess að hugsa að ég er búinn að vera hérna í 8 mánuði. Tíminn hefur flogið framhjá og svo margt gerst að maður kemst varla yfir að segja frá því öllu þó svo ég vona að ég hafi geta sagt ykkur frá því helsta. Í dag þá ákvað ég að leigja mér bíl því ég vissi að það ætti að vera um 20 gráðu hiti og glampandi sólskin. Úr varð að ég leigði mér nákvæmlega svona bíl og keyrði um Bustúni með sóllúguna niður, sólgleraugu, tónlistina í botni og bípaði á allar stelpurnar (reyndar sleppti ég því). Mig hefur alltaf langað til að prófa þennan bíl og því ákvað ég að kýla á þetta í dag. Bíllinn var reyndar ekki jafngóður í akstri og ég hefði búist við en djöfull var hann svalur og því ég líka by association.

Ég hlakka svo til að sjá ykkur öll í sumar.

þriðjudagur, maí 01, 2007

Í dag kláraði ég prófin mín og er því bara einum 8 credit hours frá því að fá meistaragráðu, það er hressandi. Prófið gekk held ég bara stórvel.
Til að fagna því að vera búinn keypti ég freyðivíns flösku sem ég og Vanni dreyptum á eftir að ég kom úr mat með Ingu og mömmu hennar á uppáhalds sushi staðnum mínum, Douzo, sem er himneskur. Maturinn var frábær sem endranær og félagsskapurinn bara betri.
Á morgun eru flutningar á dagskrá og því mun ég lifa semi-munkalífi þegar kemur að þægindum þangað til ég flýg heim á föstudag.
Já annars hef ég voða lítið að segja.