A site about nothing...

föstudagur, mars 30, 2007

Í gærkvöldi spiluðu Bloc Party ásamt Albert Hammond Jr hér í Boston og verandi mikill Bloc Party aðdáandi þá fór ég auðvitað, ásamt Vanni og systur hans, Costönzu.
Einhverjar myndir má sjá hér

miðvikudagur, mars 28, 2007

Sumir hlutir eru svo flottir að maður verður að deila þeim með öðru fólki. Þetta 15 mínútna myndband af Arcade Fire, sem ég myndi gefa hægri handlegg til að fara á tónleika með, rakst ég á og þetta er bara svo vangefið töff að ég verð að deila því með öðrum. Í myndbandinu þá sjáum við bandið baksviðs rétt áður en það fer og spilar tónleikana en á leiðinni upp á sviðið þá taka þau meðal annars Neon Bible í fáránlega flottri útgáfu, hversu svalt er þetta með tímaritið, og svo byrja þau tónleikana út í sal og taka Wake Up. Og ef þú lesandi góður hefur aldrei heyrt um þessa hljómsveit þá er það þín skylda að koma höndum yfir bæði Funeral og Neon Bible og hlusta á.
myndbandið

þriðjudagur, mars 27, 2007

Minnið hjá manni er stundum brigðult. Eins og ég sagði í þar síðustu færslu þá hef ég svolítið verið að horfa á Scrubs, kannski 2-3 þætti á dag. Dagurinn í dag var ekki frábrugðinn og ég var rétt í þessu að horfa á einn þátt. Þar sem mig vantaði umræðuefni að þá ætlaði ég að fara að ræða um hversu lengi ég hefði verið að fatta hvers góðir Scrubs eru en eitthvað uppi í gráu sellunum klingdi bjöllum og sagði mér að athuga bloggið kannski aðeins betur. Jújú, við mér blasti blogg um Scrubs og því væri temmilegt óverkill að tala um þessa snilldarþætti (sjáið hvernig ég næ að lauma þessu hérna inn).

Elsa, kærasta Romains, fór aftur til Frakklands eftir að hafa dvalið hjá okkur í um mánuð. Það verður söknuður af henni, mest hjá Romain skiljanlega, en líka hjá okkur Vanni. Ástæðan? Fyrir utan að vera rosalega fín stelpa þá hélt hún íbúðinni svo helvíti hreinni og kom með fullt af fallegum hlutum handa okkur í íbúðina :).

Annaðhvort fæ ég mér sléttujárn eða fer í klippingu. Ég er kominn með það sem stelpur kalla víst vængi, held ég, ég hef eiginlega aldrei spurt hvað vængir eru. Nema ég safni hári svo ég geti tekið í tagl, væri það ekki kúl?

sunnudagur, mars 25, 2007

Svo virðist vera sem ég geti leyft ykkur ekki notendum andlitsbókarinnar að sjá myndirnar mínar þar. Þetta verður prufa í því og kannski í framtíðinni mun ég hafa þennan háttinn á.
Myndirnar sem fylgja þessari færslu eru úr partýi sem haldið var í gærkvöldi og var þvílíkt gaman í. Þemað var hawaiian beach party og klæddum við okkur upp í búninga í tilefni af því.
Myndir úr hawaii partý, fyrri hluti
Myndir úr hawaii partý, seinni hluti

föstudagur, mars 23, 2007

Það er mjög merkilegt hvað fólk getur tapað sér yfir hlutum. Núna rétt í þessu var ég að enda við að horfa á nýjasta þáttinn í Lost hérna úti og mig langaði svona aðeins að fá meiri insight í þáttinn og fór því á tv.com. Þar er spjallborð helgað lost og sumar kenningarnar sem fólk er með og pælingarnar. Það pælir bókstaflega í öllu sem hægt er að pæla og kemur með einhverjar kenningar. Sumar pælingingarnar og kenningarnar eru mjög absúrd og í raun og veru skil ég ekki hvernig fólk fær þær. Fyrst ég er byrjaður að tala um Lost, hvað er Jón Gnarr(Ben) að gera í þáttunum?

Fyrst ég er byrjaður að tala um sjónvarp og efnið sem það prýðir þá verð ég að minnast á tvo þætti sem ég hef verið að fylgjast með. Annan þeirra uppgötvaði ég bara fyrir stuttu þó svo hann hafi verið lengi í sjónvarpi og hinn hef ég lengi fylgst með. Þetta eru Scrubs, nýbúinn að uppgötva, og Smallville.
Einhvern veginn komst ég aldrei inn í Scrubs æðið sem er bara betra fyrir mig núna því ég get þá horft á marga þætti í einu. Áhugi minn kviknaði þegar það kom fyrir á kvöldin að ég var að borða kvöldmat og þættirnir voru sýndir hérna úti. Svo fór að ég fann eitthvað á netinu úr sjöttu seríu, sem ég horfði svo á alla og svo er ég að vinna mig tilbaka. Nánast án undantekningar eru 1-2 atriði í hverjum þætti þar sem ég skellihlæ þó svo ég er einn að horfa á þættina.
Þátturinn sem ég hef verið að horfa á frá upphafi er Smallville. 6ta sería er án vafa besta serían, sem er óalgengt fyrir þætti því þá er vanalega allt orðið útvatnað. En einhvern veginn tekst handritshöfundum Smallville að gefa í og framleiða hvern snilldarþáttinn á fætur öðrum.

Ég læt þetta gott heita í bili og óska öllum góðrar helgar.

þriðjudagur, mars 20, 2007

Í dag fékk ég frábæra sendingu frá systur minni. Hún hafði nýlega spurt mig hvað mig langaði í að heiman og verandi mikill nammigrís og sérstaklega fyrir lakkrís að þá bað ég um poka af sambó lakkrís sem ég gæti átt um páskana. Í dag kom svo pakkinn og það þurfti heilmikið til að ég opnaði ekki bara pokann og skenkti í glas af mjólk og byrjaði að japla á þessu. Ég ætla meira að segja að standa við það að borða þetta ekki fyrr en á páskunum sem verður gríðarlega erfitt fyrir mig þar sem ég veit af pokanum. Þeir einu sem munu fá með mér eru Íslendingar, ég ætla ekki að eyða svona guðaveigum í útlendinga sem kunna ekki gott að meta.

Í gær var tískusýning hjá ISSI sem eru samtök alþjóðanemenda við Northeastern. Ég hef verið að vinna svolitið í þessu og í gær var loksins stóra stundin komin. Á laugardaginn hafði ég samþykkt að vera með yfirumsjón yfir tónlist, kemur á óvart, og í gær þurfti ég því að fá lögin frá hverjum og einum section leader. Þau lög sem ekki voru þegar á mp3 formati þurfti að koma á það og svo þurfti ég að finna leið til að geta fade-að tónlistina inn og út eftir hvert atriði svo almennilega yrði að verki staðið. Úr varð að ég náði í 20 daga tilraun á forritinu Virtual DJ sem er algjört snilldar forrit og mjög auðvelt að gleyma sér í. Þrátt fyrir stuttan tíma af minni hálfu og litla samhæfingu við atriðin þá tókst mér bara bærilega upp þó svo ég segi sjálfur frá. Gaurinn sem sá um sýninguna gat allaveganna ekki hætt að þakka mér fyrir. Svo er gaman að segja frá því að Ísland átti sitt section þar sem sýnd voru föt frá Spaksmannspjörum undir Murr Murr með Mugison og slideshow af klikkað flottum myndum af íslandi frá síðunni, stuckincustoms.com.

sunnudagur, mars 18, 2007

Í dag er St. Patricks day og fólk segir að hvergi sé betra að vera en í Boston á þeim degi sökum írskrar arfleiðar Boston. Þessi dagur er basically ástæða fyrir íbúa borgarinnar og basically landsins til að vera totally wasted og það er svo sannarlega það sem er að gerast. Fólk er búið að vera drekka síðan fyrir hádegi, pöbbar opnuðu fyrir hádegi og þar var hægt að fá grænan bjór. Sumir írskir staðir gerðust svo djarfir að rukka 50 dollara til að fara inn á þá var mér sagt. Fólk hefur almennt verið pissfullt þegar maður sér það í dag og grænum bolum eða einhverju grænu. Sjálfur kíkti ég í partý og drakk grænan smirnoff eplavodka, svona þar sem ég var ekki í neinu grænu.

Annars þá verð ég að tala um veðrið hérna í Boston. Fyrr í vikunni hélt ég að vorið væri komið. Tveir dagar í röð þar sem hitinn var yfir 15 gráðum og allir í þvílíkri stemmningu. Hvað haldið þið að hafi gerst? Byrjar bara ekki að snjóa í gær, föstudag, og snjóaði allan daginn. Þetta var meiri snjór en hefur sést í allan vetur. Ég held samt í vonina að þetta leysi og vorið fari að sjá sig. Það væri alveg ídealt því kuldinn sem er búinn að vera hérna er mannskemmandi.

Að lokum verð ég að minnast á svoldið fyrir Árna Braga frænda minn, svona til að vekja öfund. Northeastern er með svokallað Springfest þar sem fengnir eru frægir listamenn. Kaninn er gefinn fyrir hip hop og því er line-up-ið í ár mjög undir áhrifum frá því. Þeir sem koma fram eru Nas, Lupe Fiasco og RJD2 og það kostar 5 dollara inn fyrir Northeastern nemendur. Ætti maður að fara?

miðvikudagur, mars 14, 2007

Gott fólk ég þarf hjálp. Á morgun, fimmtudag, á ég að segja kennara mínum í hermun (simulation) hvernig verkefnið mitt í þeim kúrsi mun verða. Hérna er svo vandamálið, ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að herma. Því leita ég á náðir ykkar gott fólk. Látið hugann reika og segið mér svo frá afrekstri þessa hugarreiks á kommenta kerfinu. Svar berist helst fyrir 20 annað kvöld að íslenskum tíma.

Það er komið svona nett vor hérna í Boston. Eftir mikla kulda í síðustu viku hefur hitinn bara legið upp á við og í gær var ljómandi gott veður. Það sást greinilega því miklu meira líf var úti við og fólk ekki að flýta sér jafn mikið og þegar það er kalt. Í dag er svo enn hlýrra en það á víst að kólna aðeins aftur en samt að haldast yfir núllinu. Ég sé hins vegar ekki fram á að geta nýtt mér þetta fína veður almennilega þar sem allt er að fara á fullt í skólanum. Tvær fræðigreinar bíða eftir því að ég lesi og gagnrýni þær og svo þarf ég að gera áðurnefnt hermunarverkefni.

þriðjudagur, mars 13, 2007

Ég er víst kominn tilbaka frá Vegas og Spring Break er búið, því er nú verr og miður. Vegas var hins vegar rosalega skemmtilegt. Gott að komast úr kuldanum sem hafði verið að hrjá Bustúnir og hélt áfram eftir að ég fór yfir á Vesturströndina og að tjilla í stullum á daginn í góðum félagsskap. Það er óhætt að segja að Vegas sé svolítið spes. Ef maður pælir í því þá er eiginlega allt sem maður vill sjá á einni götu sem heitir The Strip. Þar getur maður farið til Parísar, Lake Como í Ítalíu, aftur til tíma Cesars eða heimsótt New York. Þessir staðir eru listalega vel gerðir enda eyddum við oft deginum bara að labba á milli þeirra og skoða hvað hver staður hafði upp á að bjóða. En ef farið er á einhverja af þeim götum sem liggja samhliða strippinu þá er þar ekki mikið að sjá og flest fyrir utan strippið frekar óspennandi bara, svona borgarlega séð allaveganna.

Til að spara pening þá pöntuðum við okkur tveggja manna herbergi og sváfum í því þrír. Þeir sem kunna að reikna hafa þá væntanlega fattað að einhverjir tveir deildu rúmi og úr varð að ég og Tumi kúrðum saman. Ég verð að segja að Tumi er helvíti graður á plássið í rúminu og á lakið. Enda svaf ég fyrstu nóttina á mörkum þess að falla úr rúminu og lakið huldi bara hálfan líkama minn. Þetta skánaði þó næstu tvær nætur en það voru engin vandræðaleg móment sem urðu um miðja nótt, ef einhver hélt það. Reyndar var eitt "skondið" atvik sem gerðist. Klukkan 6 um morguninn fyrstu nóttina sem við vorum þarna þá fór einhver helvítis útvarpsvekjaraklukka í gang. Ég virtist vera sá eini sem vaknaði, komst að því síðar að Tumi gisti með eyrnatappa, og reyndi að slökkva á einhverju mexikósku blaðri sem blastaðist úr þessu. Eftir pínu stapp við þetta þá tókst mér loksins að finna út hvernig ætti að slökkva á þessu og gat því sofnað aftur. Næstu nótt þá gerist þetta aftur sem er furðulegt því ekki man ég eftir að hafa kveikt á helvítinu. Núna vaknaði Kári líka, Tumi var enn með eyrnartappana, og þar sem ég ligg þá sé ég hann berjast við klukkuna að reyna að rífa hana úr sambandi sem var mjög kómískt. Á endanum náði hann einhvern veginn að slökkva á henni án þess þó að rífa hana úr veggnum.

Á mánudeginum fór svo Tumi aftur til Sí-Atla, Seattle og Mary Frances en við náðum samt að kíkja á Hoover Dam í bongó blíðu. Svo eftir að hafa skutlað af okkur Tuma fórum við Kári áleiðis til Flagstaff þar sem við eyddum næstu tveimur nóttum.
Þriðjudagurinn var svo nýttur í að skoða Miklagljúfur sem stendur fyllilega undir nafni og er hálf erfitt að lýsa nema bara að sjá það.

Svo á miðvikudeginum var flug aftur til Boston. Veðrið í Vegas þennan dag var í kringum 72 gráður fahrenheit en þegar ég lenti í Boston morguninn eftir þá var 17 gráður fahrenheit, djöfulsins kuldi hreint út sagt.

Síðan ég kom aftur hef ég aðallega verið að fara út að borða, enda er maður í fríi og jú að sofa líka. Svaf aðeins út á sunnudeginum.

Myndir munu koma seint og um síðar meir, þar sem ég er latur en þær eru komnar á facebook fyrir þau ykkar sem hafa aðgang að því.

fimmtudagur, mars 01, 2007

Þegar hausinn á mér var algjörlega orðinn soðinn í kvöld eftir 8 tíma setu við að forrita í tölvuveri skólans þá ákvað ég að skella mér í kvöldmat. Rétt hjá skólanum er lítill samlokustaður sem heitir Temptations og ég hafði heyrt af því að eigendur staðarins kæmu reglulega til Íslands. Allaveganna þá sit ég og er að bíða eftir matnum mínum þegar Sunny Road með Emiliönu Torrini heyrist úr hátölurunum. Einn gaurinn segir við alla sem vildu heyra að þetta væri "his girl from 101". Einhverjir spurðu hvað 101 væri og þá sagði hann þeim sem ekki vissu að það væri Reykjavík. Já svona er heimurinn nú lítill.

Annars þá verð ég að játa að tilhlökkunin er orðin mikil þegar verkefnum þessarar viku ljúka á morgun og svo daginn eftir flýg ég til Las Vegas þar sem ég mun hitta Tuma og Kára. It is gonna be legendary.