A site about nothing...

mánudagur, nóvember 28, 2005

Air - Remember

Lagið sem ég nefni hérna að ofan er nostalgía dauðans. Mig minnir að þegar árshátíð framtíðarinnar í fimmta bekk MR að þá hafi seinasta daginn verið playlisti í gangi og ég heyrði þetta lag, sem er snilld, allaveganna 6 sinnum yfir daginn.

Hlutir sem ég ætla að gera í Danmörku áður en ég fer heim

Mikið af því sem ég mun telja upp mun eflaust tengjast mat, enda fíla ég góðan mat. En hlutirnir eru og í engri sérstakri röð:

Fara á Sticks and sushi og fá mér bæði sticks, sérstaklega kjúklingaspjótið í chillisósunni, og sushi, allaveganna með túnfiski á.

Fara á skauta á Kongens Nytorv. Helst að taka heilan dag eftir prófadraslið og upplifa jólastemmninguna á Strikinu. Labba það, fara á skauta, fara á kaffihús og fá mér heitt kakó og vöfflu og jafnvel kaupa jólagjafir.

Fara og fá mér Kochinis pizzu, hvort sem það verður að degi til eða kvöldi til. Ef það verður að kvöldi til gæti ég sameinað það ferð á Pilegården eða Turnbinehallerne.

Fá mér kebab, helst kjúklinga. Reyndir Danmerkurfarar og unnendur kebabs mega koma með uppástungur í kommentakerfinu.

Fylgist með þegar:

Hlutir sem ég ætla að gera fljótlega eftir að ég kem heim til Íslands

verður birt hérna á síðunni.

laugardagur, nóvember 26, 2005

Leak Bros - Gimmesumdeath

Þetta hötum við ekki. Svo eru ekki líka neinir aular að keppa á móti okkur, brjálaðir heavyweights. En það er bara heiður að vera tilnefnd á fyrsta árinu okkar.

Mugison gær var helvíti nettur bara, hress og sagði skemmtilegar sögur milli þess sem hann tók lögin sín. Sjitt hvað ég væri til í að vera jafn góður og hann á gítar.

föstudagur, nóvember 25, 2005

Live from Copenhagen - Það er byrjað að snjóa
Þetta er Óttar Völundarson sem reportar beint frá Köben. Þar sem ég sit hérna í tíma þá sé ég út um gluggann að það er byrjað að snjóa, what´s up with that? Mér skilst að allt fari í voll komi meiri en 2 cm af jafnföllum snjó þannig að það gætu orðið óeirðir hérna. Ég læt ykkur vita hvernig þetta fer.

Í öðrum fréttum er það helst að Arngrímur sem situr við hliðina á mér var að opna mandarínu og það er rosaleg mandarínu lykt hérna.

Updeit: Arngrímur sagði mér að það kæmi meiri snjór hérna en í Köben, þannig að það verða kanski engar óeirðir.

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Apparat Organ Quartet - Romantika

Ég hafði séð soldið góða íslenska sketsa nokkrum sinnum, oft hlekkað á b2.is eða geimur.is en ekkert skoðað það almennilega. Svo í kvöld lét ég verða af því, í staðinn fyrir að læra, það er önnur saga. En allaveganna þá er þetta stöff helvíti magnað og mjög gaman að þessu. Ég ætla að skella þessu á hlekkjalistann hérna til hliðar og það er nú ekki oft sem eitthvað fer þangað.

Arthur

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Broken Social Scene - Almost Crimes (Radio kills remix)

Burra kalt sko. Veturinn er kominn í danaveldi og það er freakin kalt. Kaldara en heima á Íslandi leyfi ég mér að fullyrða en það er allaveganna ekki kominn snjór ennþá eða slabb sem er svosem ágætt. Í tilefni af komu vetrar keypti ég mér húfu númer 2 á þessu hausti og er þetta allmáttug vetrarhúfa, prjónuð og með thinsulati sem þykir gott til einangrunnar. Fyrri húfan var helvíti svöl svört prjónahúfa en var ekki að halda eyrunum á mér nógu hlýjum þannig að ég ákvað að fjárfesta í annarri. Annars lýsi ég undrun minni og spyr hvað varð um haustið hérna í Danmörku. Veðrið var búið að vera bara helvíti gott, næstum því sumar ef maður miðar við Ísland, og svo skellur á einhver brjálæðislegur kuldi sem nístir inn að beini. Mér líst ekki á þetta. En það er gott að ég tók norðurpólsúlpuna með, hún heldur mér heitum.

Svo um þessar mundir er ég ennþá að reyna að gera það sem ég ætlaði að byrja á fyrir svona þremur vikum, sækja um vinnu og ákvaða hvaða skóla í USA ég ætla að velja. Ég er allaveganna kominn á þá niðurstöðu að ætla að sækja um svona 5 skóla í USA og svo á ég eftir að skoða Evrópu. Ég hef þó ekki verið algjörlega gagnslaus í þessum málum á þessum tíma því ég er búinn að vera að spjalla við kennara heima og reyna að fá þá til að skrifa meðmælabréf. Kominn með tvö og vantar eitt til. Svo reddaði ég mér meðmælum þegar ég ætla að sækja um vinnu í dag. Ætli það sé ekki þannig að ég vinni best undir pressu, kem hlutum allaveganna í verk.

Svo að lokum gleðifregnir úr Rjómanum. Síðan er komin í yfir 1200 heimsóknir á dag sem verður að teljast helvíti gott og er ekki laust við að maður sé stoltur af "barninu".

mánudagur, nóvember 21, 2005

Sigurrós - Milano

Temmilegur bömmer í dag þegar ég komst að því að ég þarf líka að skrifa report um grein sem ég og Petri vinur minn erum að fara að halda 35-40 mínútna fyrirlestur um. Efnið sem um ræðir eru aðferðir til að minnka hættu með staðsetningu á t.d. vegakerfi með tilliti til húsa sem hafa hættulegan úrgang og fleira í þeim dúr. Þetta er meira en bara það en ætti að gefa einhverja mynd um hvað þetta fjallar. Svo er greinin bara stærðfræði frá a-ö liggur við þannig að þetta er "mikið gaman". Bömmerinn með reportinn er semsagt sá að ég hélt að við værum búnir með kúrsinn eftir kynninguna en svo er ekki. Greinin sjálf er 7 blaðsíður en reportið okkar á að vera 15 blaðsíður.

SHIIIIIT ég var loksins að klára að horfa á fjórðu seríu af Alias, hef átt það á tölvunni síðan í sumar og ég hreinlega kipptist við þar sem ég lá uppi í rúmi þegar lokaatriðið kom. Það hafa verið bombur í Alias í lokaþáttum en þessi er með þeim bestu. Nú get ég ekki beðið eftir 5. seríu.

Eitt sem mér finnst fyndið er að kjúklingabringur eru námsmannamatur hérna úti. Ég borða mjög oft kjúklingabringur og er bara mjög sáttur við það enda besti hluti kjúklingsins. Þess vegna þegar ég kem heim á mér eflaust eftir að bregða temmilega því allar þær uppskriftir sem ég elda úr kjúklingi miðast við bringurnar en heima þá eru bringurnar vangefið dýrar. Þannig að allt skill-ið sem ég hef lært í eldamennsku á þeim mun jahh ekki njóta sín jafnmikið og vera skildi. Akkru eru bringur svona dýrar heima? ég bara spyr.

sunnudagur, nóvember 20, 2005

De´lacy - Hideaway

Soldið langt síðan ég skrifaði síðast enda búinn að vera netlaus. En þetta er aftur komið í gang þannig að þá er um að gera að skrifa eitthvað.
Í gær bauð Ásta mér og fleirum í julefrokost á eldhúsinu sínu. Þarna voru samankomin 40 krakkar og matur og með því. Það var líka julefrokost á mínu eldhúsi en þar sem ég er félagsskítur þá beilaði ég á því og fór frekar að hitta vini mína þannig að kanski er ég ekki félagsskítur. Allaveganna þröngt mega sáttir sitja og átti það svo sannarlega við í gær en það var bara skemmtilegt. Boðið var upp á fleskesteg (purusteik), fiskefileter, frikadeller, síld, liverpostej(heit lifrarkæfa) með beikoni og sveppum og einhver skinka og ég er að gleyma öllu meðlætinu sem var með þessu. Svo var boðið upp á ákavíti sem er óbjóður slæmt þegar það er kalt og skánar ekki þegar það hitnar. Svo var bara partý eftir matinn þar sem ég og Gunni tókum tímabundið yfir dj-stjórn og þá fór fólk auðvitað að dansa enda kann maður þetta. Annars hengum við samt svona um þriðjung af tímanum í herberginu hennar Ástu og horfðum á VH1 sem var að spila partý tónlist og spjölluðum við þá sem kíkti inn í herbergið hennar og svona og þaðan er einmitt lagið sem ég er með hérna bold-að að ofan, sá það í gær. Gömul klassík. Mjög skemmtilegt kvöld semsagt sem endaði með stuttu stoppi í bænum þar sem McDonalds var borðaður og einnig fékk ég Nóa Kropp.
Í dag ákvað ég bara að sofa út og vaknaði því um hálffjögur og klukkan fimm borðaði ég morgunmat en núna þarf ég að læra svo Petri vinur minn drepi mig ekki á morgun.

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Konami Cup Meistari
Ja thad er eg svo sannarlega. Vid heldum tournament i Pro Evolution Soccer 4 i gær a eldhusinu minu. Skipt var i tvo ridla, hver med fjorum einstaklingum, og var eg England. Thar sem eg a ensku varalandslidstreyjuna tha for eg audvitad i hana svona til ad fa aukin styrk. Med mer i ridli var Spanverjinn Sergio sem spiladi sem Argentina, Daninn Umut(held ad hann se Dani) sem spiladi sem Brasilia og Daninn Mads sem spiladi sem Thyskaland (og skoradi tvø sjalfsmørk i keppninni). I hinum ridlinum var Gunni B sem spiladi sem Holland, Spanverjinn Carlos sem spiladi sem Spann og Danirnir Peter og Asmus sem spiludu sem Frakkland og Italia. I minum ridli atti eg erfitt uppdrattar eg byrjadi a thvi ad gera 0-0 jafntefli vid nygrædinginn i leiknum Umut. I næsta leik a eftir tapadi eg fyrir Sergio 1-0 og Umut vann Mads. Thetta thyddi ad fyrir lokaumferdina var eg med 1 stig, Umut var med 4 og Sergio 6. Eg vissi ad eg yrdi ad vinna Mads og helst stort. Leikurinn var hørkuspennandi og thetta virtist ekki ætla ad ganga thvi ekkert var skorad i fyrri halfleik. I seinni halfleik datt eg i stud og skoradi tvø mørk og kom mer upp ad hlid Umut i ridlinum. Næsti leikur a eftir var leikur Sergio, sem hafdi spilad best af okkur, og Umut. Sergio komst i tvø null og vard mer lett vid thad en svo minnkadi Umut i 2-1 og var eg farinn ad halda ad tharna yrdi eitthvad Danmørk Svidthjod skandall a ferdinni en Sergio helt thetta ut. I undanurslitu mættumst eg og Carlos sem hafdi unnid sinn ridil. Leikurinn var hørkuspennandi enda eg og Carlos hørkuspilarar en svo for ad lokum ad Wayne Rooney nadi ad skora eftir stungusendingu og tryggdi mer sigurinn. I urslitum mættumst eg og Sergio aftur. Snemma leiks kom eg stungusendingu inn a Rooney sem kom boltanum i netid af miklu hardfylgi eftir barattu vid varnarmann. Thad sem eftir lifdi leiks var eg i varnarhlutverkinu enda Sergio mjøg godur eg nadi ad halda ut og Konami Cup bikarinn var minn.

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Eg og Svenni bestudum thad i dag hvernig madur getur sed HM 2006 i Thyskalandi. Thad er vid settum timatakmørk sem madur timdi i svona ferdalag og skodudum midad vid Danmørku a hvada leiki væri best ad fara midad vid kostnad og thad ad sja leiki i utslattarkeppninni asamt gruppuleikjum. Semsagt thad sem vid komumst ad er ad madur getur verid i tveimur borgum, Hamborg og Hanover allan timann sem eru 11 dagar (2 dagar fara i ferdalag til og fra Danmørku, hinir 9 i veru a stødunum). A thessum tima er hægt ad svo tvo leiki i lokaumferdum tveggja gruppa, einn leik i 16 lida urslitum og einn i 8 lida urslitum. Minnsti kostnadur bara vegna mida er 170 evrur en thad er midad vid odyrasta verdflokk. Thad tekur um 1½-2 tima ad keyra milli Hamborg og Hanover svo hægt yrdi ad hafa bækistød i Hamborg og keyra a milli. Svo ad ganni tjekkadi eg hvad madur gæti fengid hotel a i Hamborg. Midad vid ad thad seu 2 i herbergi ad tha myndi kosta fyrir manninn 31000kr hotelid fyrir alla dagana. Tha er thad bara midinn til Køben sem er svona 25000kr og bilaleigubill. Kostnadur fyrir heildarpakka fra Islandi yrdi semsagt svona 100.000kr thad er an eydslupenings. Er thetta ekki bara basic? Eg held thad.

p.s. audvitad er oliklegt ad madur fai mida a 4 leiki en tveir eda thrir leikir yrdi ekki alslæmt.

mánudagur, nóvember 14, 2005

Shii, mer var aftur hent utaf netinu. Mega-aulalegt i thetta skiptid thar sem eg vissi um thau mørk sem a mig voru sett og var undir theim. Gleymdi Limewire i gangi, var tho ekki ad dl neinu, og uploadadi vist of mikid og mer var fleygt ut. Straffid i thetta skiptid er soldid lengra eda fram til 17. nov i thad minnsta. Furdulegt hvad madur kemur samt miklu i verk thegar madur er ekki hangandi a netinu. Tok til i ibudinni i gær, ryksugadi hana og threif flisarnar a badinu. Svo for eg ad æfa lika og thetta allt gerdi eg eftir klukkan 4 um daginn thvi tha for eg a fætur.

föstudagur, nóvember 11, 2005

Óttars helgi á Rjómanum.
Ekki nóg með það að ég eigi rýnina sem verði yfir helgina þá á ég líka umfjöllunina sem verður næstu daga inni á Rjómanum og því hvet ég alla til að kikja á þetta.

En já ég hef fengið margar góðar uppástungur um bjór á kommentakerfinu, þið megið endilega halda því áfram. Hins vegar hef ég fundið besta bjórinn hingað til hann er frá Tuborg og heitir T-beer citrus. Það er eitthvað með mig og citrus sem fær mig til að fíla hlutinn, dunno what it is.

Í kvöld er svo mikið um að vera. Við erum mörg að fara á Vega að sjá Apparat spila á tónleikum og á undan tónleikunum sjáum við myndina Gargandi Snilld sem fjallar um listamenn frá Smekkleysu útgáfunni. Svo kæmi mér ekki á óvart að maður færi eitthvað út að borða á undan og í bæinn á eftir.

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Ég gleymdi líka að segja frá hávísindalegri tilraun minni meðan ég er hérna úti. Ekki fyrir svo löngu ákvað ég, að undirlagi Árna Braga, að tjekka hvort ég yfirhöfuð fíli bjór eður ei. Nú þessi tilraun er þannig að þegar ég fer að versla mér í matin kippi ég tveimur bjórum með, mismunandi sort auðvitað, og ekki eitthvað sem ég hef prófað áður. Svo fer þetta í kælinn og svo drekk ég þetta einhvern tímann yfir vikuna, þó vanalega á kvöldin. Ég verð að segja að niðurstöður mínar hingað til eru að mér finnist bjór ennþá vondur en hann er misvondur. Þeir bestu hingað til eru líklega Stella Artois í flösku og Carlsberg Red(minnir að hann heiti það).
En þar sem flest allir sem ég þekki drekka bjór þá vil ég fá að vita, hvað á ég að prófa? Hvað telst sem góður bjór?
Ástæðan afhverju ég geri þetta hérna úti er sú að jú maður getur keypt bjórinn í matvöruverslun, það er mikið úrval og þetta er ekki dýrt, allaveganna ekki miðað við gos og svona. Hefði aldrei gert þetta heima.
En já endilega komið með uppástungur.

Ég veit ég hef verið mega lélegur í því að taka myndir hérna úti og skella þeim inn en hérna eru smá sárabætur. Nýjasta albúmið var tekið á föstudaginn þegar við vorum hjá Ástu Siggu og er semsagt mestmegnis tekið af mér en Ásta á nokkrar myndir þarna líka. Kíkið á það.
Annað í fréttum er það að hægri öxlin/herðablaðið/eitthvað þarna er í verkfalli og lætur mig vita með þvílíkum verkjum að það hálfa væri nóg. Ég er að verða nett geðveikur á þessu og er kominn með kenningu afhverju þetta er svona. Þannig er mál með vexti að í mörg ár hef ég haft vöðvabólgu. Svo núna er tölvuuppsettningin mín hérna úti þannig að til að munda músina þarf ég að hreyfa hægri höndina þannig að ég er eflaust ekki jafn afslappaður í hægri og ég ætti að vera, miðað við vinstri. Til að testa þessa kenningu mína hef ég komið músinni fyrir á vinstri hendi og þegar ég verð orðinn góður aftur, því ég tel að þessi kenning sé algjörlega rétt ætla ég að vera duglegri í því að rótera að hafa músina hægra og vinstra megin. Þannig að meðan músin er vinstra megin þá vinn ég ekki jafnhratt á tölvur og vanalega, enda er þetta allt annar handleggur ;).

mánudagur, nóvember 07, 2005

Where to begin...
... var rekin útaf netinu í gær fyrir að dl of miklu seinustu 30 dagana en það kom aftur inn í kvöld þannig að ég er sáttur, var kominn með fráhvarfseinkenni í gærkvöldi.
... Fór í sturtu í morgun sem er ekki frásögufærandi fyrir utan það að þegar ég ætlaði að laga sturtuhausinn losnaði hann af draslinu sem það er á og vatnið sprautaðist upp í loft og niður á gólf handan sturtugólfsins. Ég þurrkaði loftið í fyrsta skipti inn á klósettinu í dag.
... Matur hjá Ástu Siggu á föstudaginn. Tíu krakkar mættir þar af gestir vikunnar Anna Regína og Sara. Eftir matinn var farið og tjekkað á jólaölinu niðrí S-húsi og svo í bæinn. Hópurinn splittaði og varð úr að ég, Ásta og Gunni fórum á Turnbinehallerne sem er svona semi klúbbur. Alls ekki troðin og ágætis tónlist inn á milli. Dj-inn gæti þó fengið verðlaun fyrir að geta tæmt dansgólf fljótt en það er önnur saga. Mjög gaman hjá okkur í tjúttinu og svo á leiðinni heim stoppuðum við hjá Ástu og borðuðum restina af matnum, mexíkóskur mmmm.
... Á rýni dagsins á morgun á Rjómanum, tjekkið á því.
... Var hræddur fyrir leikinn í dag að þetta yrði lömb á leið til slátrunar. Sá reyndar ekki leikinn en dreymdi fyrir tveimur nóttum að öll mörk sem Chelsea skoraði yrðu dæmd af. Darren Fletcher, maður sem ég hef oft sagt ekki vera í Man Utd klassa, var maður dagsins. Vonandi heldur hann þessu áfram og þá kanski tek ég hann í sátt.

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Sneaker Pimps - Spin spin sugar (radio mix)

Djöfull vildi ég að í dag væri 21. des. Ekki það að mér leiðist að vera hérna, þvert á móti þá fíla ég það mjög vel. Hins vegar þá væri ég væntanlega búinn að ansi mörgu sem ég þarf að gera næsta einn og hálfan mánuðinn og það væri stutt í jólin sem er alltaf skemmtilegt.

Rjóminn er að fá góðar undirtektir. Að því er mér skilst þá eru að meðaltali 900 hundruð heimsóknir á dag sem verður að teljast ansi gott og vonandi á það bara eftir að aukast.

Svo að lokum vil ég minnast á það að ég skellti inn link á Dabba sem er staddur í Múnken að læra og er með stórskemmtilegt blogg sem ég hvet alla til að kíkja á. Einnig hvet ég hann til að koma sér upp kommentakerfi ef hann les þetta.